

vs

Liverpool á móti Brighton
Anfield, Liverpool
12. desember, 2025 -
15. desember, 2025
Sæti : 20
Verð
199.900 kr.
-
239.900 kr.
🎄 Jólastemning í Bítlaborginni – Fótboltaferð til Liverpool
📅 12. desember – 15. desember 2025
⚽ Liverpool vs Brighton – Anfield
Jóla stemningin í Bítlaborginni er engri lík – og nú getur þú upplifað hana ásamt ógleymanlegum fótboltaleik á Anfield!
Komdu með í frábæra ferð til Liverpool þar sem heimamenn taka á móti Brighton liði sem hefur gert sér nafn fyrir áræðinn og sókndjarfan fótbolta síðustu tímabil. Brighton spilar með hugrekki og hraða, byggir leik sinn á sköpunargáfu og liðsheild, og hefur ítrekað valdið toppliðum vandræðum, þar á meðal Liverpool. Þetta lofar hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir.
Liverpool er hins vegar með eitt stjörnuríkasta lið Evrópu – Mohamed Salah heldur áfram að skora reglulega, Van Dijk stýrir vörninni af yfirvegun, Frimpong þrammar fram kantinn með gæði og sendingar sem fá mann til að gleymast, og nýir menn á borð við Wirtz og Milos Kerkez bæta hraða og ákefð. Allt undir stjórn Arne Slot stílsins sem einkennist af ástríðu, aga og óbilandi orku.
🎶 Jólatónar á Anfield
Það er eitthvað sérstaklega töfrandi við að mæta á Anfield í desember – þegar rauðu ljósin loga, stuðningsmenn mæta í jólatreyjum og jólaskraut er alls staðar í borginni. „You'll Never Walk Alone“ hljómar með hátíðlegum blæ í rökkrinu – en stuðningsmenn Liverpool fara líka á kostum með jólalega útgáfu af söngvum sínum. Þú getur búist við að heyra jólaútgáfur af “Fields of Anfield Road” og jafnvel stuðningsmenn syngja “Jingle Bells, Jingle Bells, Jingle all the way – Oh what fun it is to see Liverpool win away!”
Anfield í jólastemningu er upplifun sem gleymist aldrei það er hátíð í loftinu, á vellinum og í hjörtum stuðningsmanna. Þetta er ferð sem sameinar einstaka borgarstemningu, stórleik í ensku úrvalsdeildinni og jólatónlist sem hljómar í gegnum rauðan haf sjóðandi stuðningsmanna.
👀 Sætin á leiknum – New Anfield Road Stand seating:
Level 1 Upper Tier Padded seats (Block AM1/AM7)
3 klst. aðgangur fyrir leik og 1 klst. eftir leik
Pre-match complimentary street food
Drykkur í hálfleik innifalinn (bjór, vín eða gos)
Leikdagsdagskrá innifalin
Afþreying fyrir leik
Svo mætir LFC Legend fyrir leik og heilsar upp á stuðningmenn
199.900 kr. á mann miðað við 2 saman í herbergi
239.900 kr. á mann miðað við einstakling í einbýli
Staðfestingargjald: 50.000 kr. á hvern farþega
Lokagreiðsla: Greiðist að fullu 8 vikum fyrir brottför
✅ Full endurgreiðsla ef ferðin fellur niður af okkar hálfu
ℹ️ Premier Trips áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
⚽ Leikdagur: Óstaðfestur
Athugið að enska knattspyrnusambandið staðfestir nákvæman leikdag um það bil 7 vikum fyrir leik. Leikurinn getur færst.
Innifalið
✈️ Flug með EasyJet til og frá Manchester – skattar og gjöld innifalin
🧳 20 kíló innritaður farangur + Bakpoki
🏨 Gisting í 3 nætur með morgunverði á Novotel city center 4 stjörnu hótel í miðbæ Liverpool
🎟️ Aðgöngumiði á leikinn Liverpool – Brighton (VIP Brodies lounge anfield)
ETA rafræn ferðaheimild til UK
Það er alfarið á ábyrgð farþega að sækja um ETA til að komast inn til Bretlands.

Athugið að Bretland hefur sett fram skilyrði um að allir ferðamenn sem þurfa ekki vegabréfsáritun, verða að framvísa rafrænni ferðaheimild (ETA).
Ríkisborgarar Schengen svæðisins þurfa að hafa vegabréf eða önnur viðurkennd skilríki með í för. Skilríkin þurfa að vera í gildi allan dvalartímann í landinu. Vegabréfsáritun er óþörf.
Við mælum með að fólk sæki UK ETA appið og klári umsóknina og greiðsluna þar í gegn.
Kostnaður
Rafræn ferðaheimild (ETA) kostar £10 á mann.
Það verða ALLIR að sækja um þessa heimild, fullorðnir sem börn. Einn aðili má sækja um fyrir aðra.
Ekki er hægt að fá gjaldið endurgreitt eftir að sótt er um.
Áður en þú byrjar umsókn
Þú þarft að hafa eftirfarandi við hendina:
Vegabréfið sjálft sem þú ferðast með, ekki ljósrit né rafrænt.
Aðgang að netfanginu þínu.
Greiðslukort.
Þú verður beðin(n) um að hlaða upp eða taka mynd af:
Vegabréfinu.
Andlitsmynd af þeim sem sótt er um fyrir.
Þú þarft ekki að slá inn ferðaupplýsingar þínar.
Ef þú getur ekki notað APP þá má sækja um hér.
Almennar upplýsingar um rafrænu ferðaheimildina (ETA) má sjá hér.